fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fjölnir segir þjóðina trega til að meðtaka staðreyndir um hvernig samfélagið er orðið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 09:00

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þörf á viðhorfsbreytingum til að lögreglan fái meira svigrúm til að bregðast við hinni raunverulegu stöðu sem uppi er. Vopnað fólk, fíkniefnaframleiðsla, alvarlegar líkamsárásir og áform um hryðjuverk eru sá veruleiki sem oft blasir við lögreglunni.

Þetta sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að oft sé sagt frá málum af þessu tagi og því komi það á óvart hversu mikil tregða er til dæmis meðal ráðamanna og almennings við að meðtaka þessar staðreyndir og þar með viðurkenna hvernig samfélagið sé orðið.

Hann nefndi til dæmis Bankastrætismálið sem dæmi um uppgjör glæpagengja og væri það ekki eina dæmið þar sem lögreglan hefur gripið inn í af fullum þunga og varað við þróun mála. Hann sagði hörkuna hafa aukist í þessum hluta samfélagsins og í ljósi þess að meðalaldur almennra lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er 27 ár og meðalstarfstími þeirra 3 ár hafi hann áhyggjur.

Hann sagðist fagna því að lögreglunni verði nú heimilað að bera rafvopn því það ætti að gera handtökur og yfirbugun auðveldari.

Hægt er að lesa viðtalið við Fjölni í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“