fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

„Gleðitíðindi! Elísabet er komin með nýtt nýra“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. janúar 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur, er komin með nýtt nýra. Frá þessu greinir systir hennar, Unnur Þóra Jökulsdóttir, rithöfundur, á Facebook.

„Gleðitíðindi. Elísabet er komin með nýtt nýra. Læknirinn hringdi í hana á fimmtudaginn og spurði hvort mætti bjóða henni til Svíþjóðar. Við vorum komnar þangað á föstudagsmorgni og á aðfaranótt laugardags var grætt í hana gjafanýra. Allt gengur samkvæmt óskum, nýrað er strax farið að starfa: Elísabet biður kærlega að heilsa öllum“

Elísabet var með nýrnabilun á lokastigi, en hún steig fram í viðtali við Stundina í maí þar sem hún greindi frá því hvernig röð læknamistaka hefði valdið þeirri bilun. Greindi hún frá því hvernig ástandið væri að valda þrekleysi og þyrfti hún að sofa minnst 12 tíma á sólarhring.

Forsvarsmenn Landspítalans, Sjúkratrygginga og ríkislögmaður hafa gengist við því að brotið hafi verið á Elísabetu og hún orðið fyrir tjóni og sagði lögmaður hennar í samtali við Stundina að um mjög alvarleg mistök hafi verið að ræða, enda hafi ekki verið hlutað á Elísabetu þegar hún leitaði sér aðstoðar og einkenni hennar afskrifuð sem andleg veikindi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi