Ekki er vitað hver hermaðurinn er og prófílmyndin hefur aðeins fengið 13 „læk“ og því greinilega ekki mikla athygli frá umheiminum, eða hvað?
Á síðustu vikum hafa úkraínskar hersveitir gert margar árásir á bækistöðvar Rússa og þá staði á vígvellinum þar sem þeir halda sig. Líklegt má telja að notkun rússneskra hermanna á farsímum og samfélagsmiðlum hafi hjálpað Úkraínumönnum við þessar árásir.
Eitt nýjasta dæmið er árás Úkraínumann á bækistöð hermanna í Makiivka í Donets um miðnæturbil á gamlárskvöld. Þar jöfnuðu þeir skólabyggingu, sem Rússar notuðu sem bækistöð og vopnageymslu, við jörðu og felldu um 400 hermenn að eigin sögn. Rússar hafa viðurkennt að hafa orðið fyrir miklu mannfalli í árásinni en segja að 89 hafi fallið. Þeir hafa einnig viðurkennt að notkun hermanna á farsímum og samfélagsmiðlum sé vandamál.
En svo aftur sé vikið að prófílmyndinni af miðaldra hermanninum þá er hún að sögn TV2 talin vera enn eitt dæmið um hvernig rússneskir hermenn sjá Úkraínumönnum óafvitandi fyrir upplýsingum um staðsetningu rússneskra hermanna.
Bandaríski hernaðarsérfræðingurinn Rob Lee lýsir því á Twitter hvernig fyrrgreind prófílmynd og nokkrar aðrar, sem voru allar með staðsetningarupplýsingum, hafi komið upp um að tíunda herdeild Spetznaz hafi notað Grand Prix Country Club í Suhy í Kherson sem bækistöðvar sínar. Nokkrum dögum síðar var bækistöðin jöfnuð við jörðu í flugskeytaárás Úkraínumanna.
Anatomy of an OPSEC failure. A Russian volunteer posted photos on VK in Sahy, Kherson Oblast with member of the GRU's 10th Spetsnaz Brigade. He left the location tagging on, which makes it very easy to geolocate the Grand Prix country club from the tiles.https://t.co/NrnmXC0HtP pic.twitter.com/DG8AtMObY2
— Rob Lee (@RALee85) January 2, 2023