fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa fellt og sært 500 Rússa í einni árás

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 05:47

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn segist hafa fellt og sært um 500 rússneska hermenn í árás á bráðabirgðabækistöð rússneska hersins í bænum Chulakivka, sem er í þeim hluta Kherson-héraðs sem Rússar hafa á sínu valdi, á gamlársdag.

CNN skýrir frá þessu.  Ef þetta er rétt þá var gamlársdagur mjög blóðugur fyrir Rússa því áður hefur komið fram að Úkraínumenn gerðu flugskeytaárás á bækistöð þeirra í Makiivka um það leyti sem nýja árið gekk í garð. Segja Úkraínumenn að um 400 rússneskir hermenn hafi fallið í þeirri árás og um 300 særst. Rússar hafa viðurkennt að 89 hermenn hafi fallið.

Óvenjuleg játning rússneskra yfirvalda – Mikil reiði í Rússlandi

„Óvinurinn heldur áfram að missa hermenn. Það er staðfest að á gamlársdag hæfðu úkraínskar hersveitir höfuðstöðvar og birgðageymslu óvinarins nærri Chulakivka í Kherson-héraði,“ segir í tilkynningu frá úkraínsku herstjórninni.

CNN hefur eftir talskonu úkraínska hersins í suðurhluta Úkraínu að árás hafi verið gerð á höfuðstöðvarnar og að fleiri slíkar árásir verði gerðar. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“