Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að engin vafi leiki á því í hugum Úkraínumanna að núverandi ráðamenn í Rússlandi muni tefla öllu því sem þeir eiga eftir fram á vígvellinum til að reyna að snúa gangi stríðsins sér í vil og í það minnsta seinka yfirvofandi ósigri.
Úkraínumenn hafa haldið því fram vikum saman að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa nýja herkvaðningu og lokun landamæra til að koma í veg fyrir að karlmenn geti flúið úr landi til að komast hjá herkvaðningu.
Rússnesk yfirvöld hafa neitað þessu fréttum.