fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Frakkar senda Úkraínumönnum brynvarin árásarökutæki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 20:00

AMX-10 RC. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi símleiðis við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í gær. Macron tilkynnti starfsbróður sínum að Frakkar muni senda AMX-10 RC brynvarin árásarökutæki til notkunar gegn rússneska innrásarliðinu.

Þetta eru hraðskreið ökutæki með fallbyssu. Fjögurra manna áhöfn er í hverju ökutæki.

Úkraínumenn hafa ítrekað beðið Vesturlönd um þunga skriðdreka, til dæmis Leopard, en ekki enn fengið.

Sérfræðingar hafa sagt að Úkraínumenn fái sífellt betri og fullkomnari hergögn frá Vesturlöndum og virðist sem leiðin liggi sífellt upp á við í þeim efnum.

Nú hafa Úkraínumenn fengið Patriot-kerfi – Hvað fá þeir næst?

Í morgun bárust fréttir um að Bandaríkjamenn séu að íhuga að láta Úkraínumenn fá Bradley ökutæki en þetta eru léttbrynvarin ökutæki með fallbyssu. Þau geta borið 10 menn. Þetta eru hraðskreið ökutæki á hjólum eins og frönsku AMX-10 RC ökutækin. Bandaríkjaher hefur notað þessa tegund ökutækja um árabil en íhugar nú að taka nýrri útgáfu í notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“