fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Telja ólíklegt að Rússar nái að brjóta Úkraínumenn á bak aftur í Bakhmut

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 08:00

Úkraínumenn og Rússar berjast enn nærri Bakhmut. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn og málaliðar á vegum Wagner-hópsins halda áfram að sækja að úkraínskum hersveitum í Bakhmut. En Rússana skortir stuðning og ólíklegt er að þeir nái að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur á næstunni.

Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það birtir dagleg stöðuskýrslu yfir gang stríðsins.

Ráðuneytið segir að árásum rússneskra fótgönguliða hafi fjölgað í desember en þessar aðgerðir fái ekki mikinn stuðning frá öðrum deildum hersins og mannfallið hafi verið mikið, bæði hjá Rússum og Úkraínumönnum.

Segir ráðuneytið ólíklegt að Rússum takist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur á næstunni.

Áður hefur komið fram að Rússar senda stóra hópa hermanna fram gegn varnarlínum Úkraínu og þar með út í opinn dauðann. Hefur þessum hernaðaraðgerðum verið líkt við það sem átti sér stað í síðari heimsstyrjöldinni.

„Hlutverk þeirra er að sækja fram gegn okkur og neyða okkur til að skjóta á þá til að við komum upp um staðsetningu okkar. Í kjölfarið skjóta þeir úr fallbyssum eða senda bardagareynda hermenn gegn okkur,“ sagði Sergiy, úkraínskur major, í samtali við AFP.

Úkraínumenn hafa sent liðsstyrk til Bakhmut síðustu 10 daga og árásum Rússa hefur fækkað þar síðan um miðjan desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“