fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segjast hafa fellt 400 rússneska hermenn í árás á bækistöð þeirra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 05:54

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýársdag gerðu Úkraínumenn árás á byggingu í borginni Makiivka, sem er á valdi Rússa. Í henni héldu herkvaddir hermenn, sem voru nýkomnir til Úkraínu, til. Úkraínumenn segja að um 400 rússneskir hermenn hafi fallið í árásinni en Rússar segja að 63 hafi fallið.

The Guardian segir að yfirstjórn úkraínska hersins hafi sagt að allt að 400 rússneskir hermenn hafi fallið í árásinni og að um 300 hermenn hafi særst.

Makiivka er í þeim hluta Donetsk sem Rússar hafa á sínu valdi. Leppstjórn Rússa í héraðinu sagði á sunnudaginn að árás hefði verið gerð á bækistöðvarnar og að manntjón hefði orðið en tjáði sig ekki um þær tölur sem Úkraínumenn settu fram.

Daniil Bezsonvon, embættismaður hjá leppstjórn Rússa, sagði að úkraínskt flugskeyti hafi hæft bygginguna þegar tvær mínútur voru liðnar af nýja árinu. Hann sagði að HIMARS-flugskeytum hafi verið skotið á bygginguna.

The Guardian segir að margir þekktir rússneskir herbloggarar og álitsgjafar hafi viðurkennt að árásin hafi verið gerð og gefið í skyn að mörg hundruð hermenn hafi fallið í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming