Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, sextug kona, sem glímir við MS-sjúkdóminn og dvalið hefur á hjúkrunarheimilinu Seltjörn síðastliðin tvö ár, hefur misst baráttuþrekið vegna algerrar óvissu um framtíðarhúsnæði. Hún segir sögu sína á Fréttavaktinni í kvöld.
Þar verður einnig fjallað um vegalokanir af hálfu Vegagerðarinnar sem eru tíðari en áður og slá fyrri met, jafnt hvað varðar Holtavörðuheiði, Hellisheiði og Reykjanesbraut. Vegagerðin bregst of seint við illviðrum, segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur.
Loks er Veganúar til umfjöllunar, sem haldinn er í níunda sinn, hátíð grænkera, en fólk er beðið að örvænta ekki – og henda ekki öllu út úr ískápnum, einn grænn dagur í viku til að byrja með er ágætis byrjun.
Fréttavaktin er sýnd alla virka daga á Hringbraut, í opinni dagskrá og hefst klukkan 18:30.