Ekki leið á löngu þar til vangaveltur byrjuðu á samfélagsmiðlum um hvort fólkið á bak við Pútín væri ekki hermenn heldur leikarar. Það var hvítrússneski blaðamaðurinn Tadeusz Giczan, sem býr í Lundúnum, sem var fyrstur til að vekja máls á þessu.
„Hermaður, sjómaður, guðhrædd kristin manneskja. Vegir guðs eru órannsakanlegir,“ skrifaði hann á Twitter og birti þrjár myndir af Pútín með ljóshærðri konu sem hann telur vera sömu konuna. Hún er þó alltaf í mismunandi hlutverkum.
A soldier, a sailor, a devout Christian. God moves in a mysterious way pic.twitter.com/zCDrUgXMIE
— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) December 31, 2022
Tíst hans fór strax á mikið flug og hafa milljónir manna séð það. Meðal þeirra er Clarissa Ward, fréttakona hjá CNN. Hún fór að skoða myndirnar og fann fleiri á myndunum sem virðast oft vera með þegar Pútín er myndaður við hin ýmsu tækifæri.
„Þetta er heillandi. Hver er hún? Lífvörður? Leikkona? Það eru fleiri andlit sem sjást einnig á myndunum hægra megin,“ skrifaði hún.
This is fascinating. Who is she? A bodyguard? An actor? There are several other faces who appear in both photos on the right. https://t.co/cVZyLvya2g
— Clarissa Ward (@clarissaward) December 31, 2022
Jason Jay Smart, blaðamaður hjá Kyiv Post, tók einnig eftir þessu og skrifaði að eins og vænta mætti væri ekki einu sinni notast við alvöru hermenn í tengslum við nýársávarp Pútíns, þess í stað væri notast við leikara.
As one would expect: Putin’s New Year’s Eve address did not even use real soldier, but actors (that is – people rounded-up from the Presidential Protection Office).
The blonde woman can also be seen in his Easter address.
He’s as fake as the value of the Ruble. pic.twitter.com/PcDmPWUY53
— Jason Jay Smart (@officejjsmart) December 31, 2022