fbpx
Mánudagur 18.nóvember 2024
Fréttir

Betur fór en á horfðist þegar Þórdís Lóa lenti í bílslysi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. janúar 2023 16:52

Á samsettu myndinni má sjá bifreiðina sem skall á bíl borgarfulltrúans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betur fór en á horfðist þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, lenti í bílslysi í gær. Fréttablaðið greinir frá slysinu.  Þórdís Lóa var á heimleið að norðan ásamt fjölskyldu þar sem þau höfðu dvalist yfir áramótin.  Á Fljóts­heiðinni í Þing­eyjar­sýslu ók Þór­dís Lóa lötur­hægt að sögn, með eigin­manni og far­þega, enda var hálka  á fjall­veginum og að­stæður vara­samar.

Skyndilega birtist lítill bíll sem kom æðandi á móti þeim úr beygju. Ökumaður bílsins missti svo stjórn á bifreiðinni og skall á bíl borgarfulltrúans og hentist þaðan útaf veginum og valt.

Skyndilega birtist lítill bíll á mikilli ferð úr beygju og svo fór að öku­maður hans missti stjórn á bif­reiðinni sem skall á bíl Þór­dísar Lóu með háum hvelli og hentist þaðan út af veginum þar sem hann valt.

„Hann kom bara æðandi á móti okkur þvert á veginum. Ég náði að fara alveg út í kant en gat ekki farið útaf, því kanturinn var svo hár að þá hefði ég velt bílnum,“ segir hún í viðtali við Fréttablaðið. Blessunarlega urðu engin slys á fólki í bíl Þórdísar Lóu en tveir ungir Spánverjar voru í bílnum sem valt og virtust þeir blessunarlega hafa sloppið vel.

Þór­dís Lóa hringdi í 112 og streymdu að með­limir úr björgunar­sveit Þing­eyjar­sveitar auk þess sem starfs­maður 112 gaf góðar leið­beiningar.

„Lög­reglan á Akur­eyri var einnig fljót á staðinn á­samt sjúkra­bíl. Við­brögðin ein­kenndust af fum­leysi og fag­mennsku.“

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sakar Drífu um hræsni – „Ég mun aldrei gleyma því“

Sólveig Anna sakar Drífu um hræsni – „Ég mun aldrei gleyma því“
Fréttir
Í gær

500 þátttakendur á flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli

500 þátttakendur á flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli
Fréttir
Í gær

Kristrún neglir niður vextina í bókstaflegri merkingu – Myndband

Kristrún neglir niður vextina í bókstaflegri merkingu – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir alla geta lært af máli Þórðar Snæs

Segir alla geta lært af máli Þórðar Snæs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mogginn leggst gegn þéttingu byggðar í Grafarvogi – „Nóg er komið af háu hús­næðis­verði og eyðilegg­ingu grænna svæða“

Mogginn leggst gegn þéttingu byggðar í Grafarvogi – „Nóg er komið af háu hús­næðis­verði og eyðilegg­ingu grænna svæða“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“