fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að taka 640.000 krónur út af reikningi fyrirtækisins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. janúar 2023 20:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarformaður og einn af eigendur einkahlutafélagsins Streaming Media ehf. hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Fyrirtækið er sagt sinna fjarskiptaþjónustu og það er til húsa við Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Í fyrirtækjaskrá Skattsins er starfsemi fyrirtækisins sett í flokkinn „Önnur fjarskiptastarfsemi“.

Ákæra gegn stjórnarformanninum, sem er á sextugsaldri, er birt í Lögbirtingablaðinu í dag og er honum jafnframt birt fyrirkall þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi tekið 640 þúsund krónur út af reikningi félagsins og nýtt í eigin þágu. Var hann prókúruhafi hjá félaginu.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærir manninn en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. febrúar næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi