Stjórnarformaður og einn af eigendur einkahlutafélagsins Streaming Media ehf. hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Fyrirtækið er sagt sinna fjarskiptaþjónustu og það er til húsa við Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Í fyrirtækjaskrá Skattsins er starfsemi fyrirtækisins sett í flokkinn „Önnur fjarskiptastarfsemi“.
Ákæra gegn stjórnarformanninum, sem er á sextugsaldri, er birt í Lögbirtingablaðinu í dag og er honum jafnframt birt fyrirkall þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna.
Í ákærunni segir að maðurinn hafi tekið 640 þúsund krónur út af reikningi félagsins og nýtt í eigin þágu. Var hann prókúruhafi hjá félaginu.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærir manninn en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. febrúar næstkomandi.