fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Skýrir frá hrollvekjandi áætlun Pútíns – „Hann lætur ekki staðar numið við Úkraínu“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 05:55

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafði í hyggju að sækja enn lengra vestur eftir að hafa lagt Úkraínu undir sig. Ætlunin var að ráðast á og hernema ríkin í Austur-Evrópu.

Þetta segir Dr Yuri Felshtinsky, höfundur „Blowing up Ukraine: The Return of Russian Terror and the Threat of World War III“. Hann fæddist í Sovétríkjunum en yfirgaf þau á áttunda áratugnum og hefur búið í Bandaríkjunum síðan. Í samtali við Express.co.uk sagði hann að Pútín hafi viljað leggja Úkraínu undir sig og senda hersveitir sínar, ásamt hvítrússneskum hersveitum, vestur á bóginn til að hernema ríkin í austurhluta Evrópu.

Margir sérfræðingar hafa að sögn sagt að áætlun Pútíns hafi verið að ná Kyiv, setja leppstjórn yfir Úkraínu, ná höfnunum við Svartahaf og halda síðan áfram í vestur, að landamærum NATÓ-ríkja. En óhætt er að segja að aðgerðir Rússa hafi ekki gengið eins og þeir væntu og nú á rússneski herinn í vanda í Úkraínu þrátt fyrir að vera mun stærri en sá úkraínski.

Felshtinsky sagði að upphafleg áætlun Pútíns hafi verið að sigra Úkraínu á skömmum tíma, hann hafi Hvíta-Rússland nú þegar undir hæl sínum, og halda áfram til vesturs. Úkraínumenn hafi eyðilagt þessa áætlun hans með mótspyrnu sinni og hafi þannig komið í veg fyrir að Pútín næði því markmiði sínu að leggja Úkraínu undir sig á einni viku eða mánuði.

Hann sagði að ef binda eigi enda á þetta stríð eins fljótt og hægt er þá verði Vesturlönd að hjálpa Úkraínu á allan hugsanlegan hátt.enn og koma um leið í veg fyrir að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Fleiri sérfræðingar hafa varað við fyrirætlunum Pútíns og telja að hann muni ekki láta sér Úkraínu nægja. Það gæti þó verið breytt núna eftir hrakfarir Rússa í Úkraínu.

Natia Seskuria, hjá the Royal United Services Institute (RUSI) hefur varað við því að Georgía geti verið næsta skotmark Pútíns. Rússar réðust inn í Georgíu 2008 og hafa 20% af landinu á sínu valdi. Express hefur eftir henni að hún telji að íbúar í Georgíu hljóti að hafa áhyggjur af stöðu mála; „Hann lætur ekki staðar numið við Úkraínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“
Fréttir
Í gær

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“
Fréttir
Í gær

TM formlega komið í eigu Landsbankans

TM formlega komið í eigu Landsbankans
Fréttir
Í gær

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto