fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

„Rússar eru farnir að sýna veikleikamerki“ – Segir Úkraínumenn vera með sterkt tromp á hendi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 06:59

Ónýtur rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sjáum að Rússar eru byrjaðir að sýna veikleikamerki. Það er ljóst að það er byrjað að hafa áhrif að þeir hafa ekki eins mikið af skotfærum og eldsneyti og þeir ættu að hafa.“

Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við B.T. um sókn Úkraínumanna í Kherson en þeir hófu gagnsókn þar á mánudag í síðustu viku.

Nielsen sagðist telja að nú þegar sjáist merki um hvernig margra vikna undirbúningur Úkraínumanna, með markvissum sprengjuárásum á birgðalínur Rússa, hafi veikt rússnesku hersveitirnar í Kherson og að hluta einangrað þær.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) er sömu skoðunar í nýlegu mati á gangi stríðsins. Segir hún að sókn Úkraínumanna hafi veikt birgðaflutninga Rússa mikið. Þetta hafi Úkraínumenn gert með nákvæmum árásum á herstöðvar, birgðageymslur, stjórnstöðvar og mikilvægar flutningsleiðir.

Nielsen sagði að þetta þýði að Úkraínumenn séu með tromp á hendi og það verði sífellt sterkara. Það er tími. Rússar eigi í sífellt meiri erfiðleikum með birgðaflutninga og svo lengi sem Úkraínumenn geti tryggt að Rússar noti meira af búnaði en þeir geta fengið til sín þá veikist staða Rússa.

Úkraínumenn eiga hins vegar ekki í neinum erfiðleikum með að koma birgðum til hersveita sinna að sögn Nielsen. Hann sagði þá vera mjög meðvitaða um að þeir vilji ekki lenda í sömu stöðu og Rússar og nýti sér frekar að tíminn vinni með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“
Fréttir
Í gær

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“
Fréttir
Í gær

TM formlega komið í eigu Landsbankans

TM formlega komið í eigu Landsbankans
Fréttir
Í gær

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto