fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Graðir rússneskir hermenn gengu í gildru

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 06:44

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússarnir vilja alltaf ríða. Þeir senda „stelpunum“ fullt af viðbjóði því þeir vilja sanna að þeir séu sannir hermenn.“

Þetta sagði Nikita Knysh, úkraínskur tölvuþrjótur, að sögn Financial Times sem segir að greddan hafi reynst rússnesku hermönnunum dýrkeypt.

Knysh kom að stofnun hóps úkraínsks hóps tölvuþrjóta, sem nú telur um 30 manns, sem nota hæfileika sína og kunnáttu til að aðstoða úkraínska herinn í baráttunni við þann rússneska.

Í ágúst komst hópurinn í samband við nokkra rússneska hermenn, nærri Melitopol, í gegnum samfélagsmiðla að hans sögn. Tölvuþrjótarnir létust vera „aðlaðandi konur“ og töldu hermennina á að senda nokkrar ljósmyndar af sér við víglínuna.

Það gerðu þeir og gengu þannig í gildru. Tölvuþrjótarnir gátu fundið staðsetningu hermannanna út með aðstoð upplýsinga á ljósmyndunum og komu þeim upplýsingum áfram til úkraínska hersins.

Knysh sagði að nokkrum dögum síðar hafi sprengjuárás verið gerð á herstöðina.

Financial Times gat ekki sannreynt hvort árásin hafi átt sér stað en bendir á að í ágúst hafi borgarstjórinn í Melitopol sagt að sprenging hafi orðið í rússneskri herstöð við borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri