fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fundu skjöl um kjarnorkuvopn erlends ríkis heima hjá Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 05:49

Mar-a-Lago er heimili Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra skjala sem fundust heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Mar-a-Lago í Flórída voru leyniskjöl um kjarnorkuvopn annars ríkis. Þessi skjöl eru með svo háa leyndarflokkun að sumir af þjóðaröryggisráðgjöfum Joe Biden, forseta, hafa ekki heimild til að lesa þau.

Washington Post skýrði frá þessu í gærkvöldi. Ekki kemur fram hvaða kjarnorkuveldi eigi í hlut en skjölin eru sögð lýsa hernaðarlegum vörnum landsins.

Ekki hefur verið skýrt opinberlega frá innihaldi rúmlega 11.000 skjala og ljósmynda sem alríkislögreglan FBI lagði hald á heima hjá Trump í síðasta mánuði en fyrri fréttir Washington Post hafa bent til að leit FBI hafi meðal annars beinst að skjölum um kjarnorkuvopn.

Blaðið segir að meðal skjalanna sem fundust hjá Trump séu skjöl sem þarf sérstaka heimild til að lesa og er hún aðeins veitt ef talið er nauðsynlegt að viðkomandi fái vitneskju um það sem stendur í þeim. Ekki dugir að hafa hæstu mögulegu aðgangsheimild að leyniskjölum til að fá að sjá þessi skjöl, það þarf sérstaka viðbótarheimild til þess. Segir blaðið að sumir af æðstu þjóðaröryggisráðgjöfum Joe Biden hafi ekki haft heimild til að sjá sum af þessum skjölum.

Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú mál Trump sem tók leynileg skjöl með sér í óleyfi úr Hvíta húsinu og geymdi þau í Mar-a-Lago.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt