fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn sagðir hóta að skjóta þá sem reyna að flýja frá Kherson

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 06:36

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn úkraínska hersins segja að rússneski herinn hafi bannað almennum borgurum að flýja frá borginni Kherson í Kherson héraði og segi að hermenn muni „skjóta til að drepa“ ef fólk brýtur gegn þessu banni.

Sky News hefur eftir heimildarmönnum að það hafi færst í vöxt að íbúar borgarinnar reyni að flýja þaðan og er það rakið til sóknar úkraínska hersins í héraðinu en hann stefnir að því að ná borginni á sitt vald. Rússar náðu henni á sitt vald á fyrstu dögum stríðsins. Þetta er eina stóra borgin sem þeir hafa náð að leggja undir sig.

Eina leiðin frá borginni í ökutæki er með ferju yfir ána Dnipro. Ástæðan er að úkraínski herinn hefur sprengt allar brýr yfir ána til að loka birgðaflutningaleiðum Rússa.

Í tilkynningu frá úkraínska hernum í gær var gefið til kynna að ferjuleiðin sé nú lokuð. Segir að Rússar hafa bannað almennum borgurum að yfirgefa borgina í kjölfar harðra sprengjuárása úkraínska hersins og hóti að skjóta þá sem reyna að komast á brott.

Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað konur, börn og gamalt fólk við að flýja frá borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök