fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Pútín heiðraði fimmfaldan morðingja sem fór á vígvöllinn í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sæmdi nýlega Ivan Neparatov rússnesku hugrekkisorðunni fyrir frammistöðu hans á vígvellinum í Úkraínu. Neparatov sat í fangelsi í Rússlandi þar til nýlega, afplánaði dóm fyrir fimm morð. Hann var einnig leiðtogi glæpagengis.

Hann var látinn laus til að hann gæti gengið til liðs við Wagnerhópinn og barist með honum í Úkraínu. Wagnerhópurinn er einkafyrirtæki, rekið af góðvini Pútíns, sem útvegar rússneskum stjórnvöldum málaliða þegar þörf krefur. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað neitað að eiga í samstarfi við Wagnerhópinn og reyna að telja umheiminum trú um að það sé helber tilviljun að málaliðar frá hópnum birtast oft þar sem Rússar láta að sér kveða. Hópurinn hefur verið sakaður um grimmdarleg ofbeldisverk í Afríku þar sem hann hefur verið að störfum síðustu misseri.

Neparatov er einn af mörg þúsund föngum sem hafa verið látnir lausir gegn því að ganga til liðs við Wagnerhópinn. Hann hafði afplánað helminginn af 25 ára dómi sem hann hlaut fyrir fimm morð.

Daily Mail segir að hann hafi fallið fljótlega eftir komuna til Úkraínu.

Pútín hefur verið sagður bjóða dæmdum mönnum lausn úr fangelsi gegn því að þeir fari til Úkraínu að berjast. Fangarnir eru sagðir vera „fallbyssufóður“ og að dánartíðnin í þeirra röðum sé mjög há.

Neparatov afplánaði dóm sinn í Pskovhéraðinu. Hann og átta meðlimir glæpagengis hans afplánuðu dóma þar fyrir morð og hryðjuverk. Þeir höfðu klæðst lögreglubúningum og borið grímur þegar þeir frömdu ódæðisverk sín. Meðal annars kyrktu þeir konu og stungu karlmann 88 sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“