Fréttablaðið skýrir frá þessu. Arnar Birgisson, fasteignasali og eigandi Eignavers, sagði í samtali við blaðið að reykvískir fjárfestar hafi verið að færa sig til Akureyrar. Óvenjuhátt hlutfall íbúðareigenda á Akureyri sé ekki með lögheimili í bænum. „Fólk er að kaupa sér annað heimili á Akureyri. Akureyri er í tísku,“ sagði hann.
Hann sagðist ekki eiga von á að fasteignaverð á Akureyri nái fasteignaverðinu á höfuðborgarsvæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Markaðurinn muni kólna á Akureyri eins og annars staðar í kjölfar vaxtahækkunar og þrengri lánaskilyrða.
Hvað varðar sérbýli hefur verðþróunin verið nokkuð í takt við það sem gerist annars staðar á landinu. Sagði Arnar ástæðuna vera að það séu Akureyringar sem séu að kaupa sérbýli, ekki utanbæjarfólk.