fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Tvífaramálið dularfulla – Hver myrti hana og af hverju?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 05:57

Þær þykja mjög líkar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin trúðu ekki sínum eigin augum þegar þau nálguðust stóra Mercedes Coupé bílinn. Í gegnum rúðuna sáu þau ekki betur en að lík 23 ára dóttur þeirra væri í bílnum. Atað blóði og með fjölda stungusára á líkamanum.

Faðirinn fylltist örvæntingu og reyndi að brjóta rúðuna en sterkt glerið lét ekki undan. Næsta skref var því að hringja í lögregluna.

Dagana á undan höfðu þau ekki náð sambandi við dóttur sína og því fóru þau heiman frá sér, þann 16. ágúst síðastliðinn, í München að heimili hennar í Ingolstadt. Þar var hún ekki en skömmu síðar fundu þau Mercedes bifreið hennar og sáu að dóttir þeirra var dáin.

Eða það héldu þau.

Málið tók nefnilega undarlega stefnu og er nú orðið eitt undarlegasta og umtalaðasta sakamál síðari tíma í Þýskalandi.

Lögreglan mætti á svæðið og opnaði bílinn. Þá komu efasemdir upp hjá foreldrunum, sem eru af þýsk/írönskum uppruna. Var þetta dóttir þeirra sem var í bílnum?

Þegar lögreglan hafði lokið vettvangsrannsókn sinni og líkið hafði verið krufið fengu þau svar við spurningunni. Það var ekki 23 ára dóttir þeirra sem hafði verið drepin með 55 hnífsstungum. Þetta var önnur 23 ára kona. Þýsk/alsírsk kona sem bjó í Eppingen, sem er um 200 kílómetra frá Ingolstadt, og hafði viðurværi sitt af því að blogga um eitt og annað er við kemur fallegu útliti.

Ekki gerði það málið minna athyglisvert að bloggarinn var svo lík dóttur fólksins að Þjóðverjar kalla málið nú „tvífaramorðið“.

Hjónin gátu andað léttar þegar í ljós kom að dóttir þeirra hafði ekki verið drepin. En það þýðir ekki að þau geti notið samvista við hana á næstunni. Hún fannst á lífi skömmu eftir að líkið fannst og var þá handtekin grunuð um að hafa myrt tvífara sinn.

Nú eru rúmar tvær vikur síðan líkið fannst en lögreglan er eiginlega engu nær um hvað snýr upp og niður í þessu dularfulla morðmáli. Þýskir fjölmiðlar segja þó að lögreglan vinni aðallega út frá tveimur kenningum.

Önnur þeirra tengist þeirri staðreynd að konurnar líkjast hvor annarri mjög mikið. Telur lögreglan því ekki útilokað að þýsk/íranska konan hafi viljað að fólk teldi hana látna. Með því að myrða konuna, sem líktist henni svo mikið, hafi hún eygt möguleika á að sleppa frá fjölskyldu sinni sem var að sögn ekki ánægð með að hún var búin að finna sér nýjan mann eftir skilnað.

Hin kenningin er að allt snúist þetta um öfundsýki. Gengur hún út á að báðar konurnar hafi haft áhuga á sama manninum og að hin handtekna hafi ákveðið að ryðja hinni úr vegi.

Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum, sem þýskir fjölmiðlar hafa rætt við, þá umgengust konurnar sama fólkið.

23 ára karlmaður frá Kósóvó hefur einnig verið handtekinn vegna málsins en lögreglan hefur ekki viljað skýra frá meintri aðkomu hans að málinu.

Hann og konan sitja nú í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður