Oryx eru óháð samtök sem greina tölur um tap stríðsaðila í alþjóðlegum deilum og átökum. Samtökin hafa kortlagt tap Rússar frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu.
Í stríðinu í Tjetsjeníu misstu Rússar um 210 skriðdreka og í stríðinu í Georgíu misstu þeir þrjá.
Norska ríkisútvarpið hefur eftir Palle Ydstebø, yfirlautinant og kennara við norska varnarmálaskólann, að þetta sé mikið tap. Það verði að leita allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar til að finna dæmi um álíka tap.
Bandarísk yfirvöld telja að allt að 20.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og um 60.000 særst. Um 9.000 úkraínskir hermenn eru taldir hafa fallið.
Ydstebø sagði að Rússar geti mætt þessu mikla tapi á skriðdrekum. Þeir séu með um 3.000 skriðdreka í þjónustu hersins og eigi um 10.000 á lager. Hins vegar sé annað mál hvort þeir virki. Margir hafi verið mjög lengi í geymslu, oft við slæm skilyrði. Margir séu gamlir, frá dögum Sovétríkjanna.