fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Telja að Rússar hafi misst rúmlega 1.000 skriðdreka í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 08:15

Ónýtur rússneskur skriðdreki með úkraínska fánann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinendur hjá samtökunum Oryx telja að Rússar hafi misst rúmlega 1.000 skriðdreka í stríðinu í Úkraínu. Það eru fimm sinnum fleiri skriðdrekar en þeir misstu í stríðinu í Tjetsjeníu.

Oryx eru óháð samtök sem greina tölur um tap stríðsaðila í alþjóðlegum deilum og átökum. Samtökin hafa kortlagt tap Rússar frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu.

Í stríðinu í Tjetsjeníu misstu Rússar um 210 skriðdreka og í stríðinu í Georgíu misstu þeir þrjá.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Palle Ydstebø, yfirlautinant og kennara við norska varnarmálaskólann, að þetta sé mikið tap. Það verði að leita allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar til að finna dæmi um álíka tap.

Bandarísk yfirvöld telja að allt að 20.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og um 60.000 særst. Um 9.000 úkraínskir hermenn eru taldir hafa fallið.

Ydstebø sagði að Rússar geti mætt þessu mikla tapi á skriðdrekum. Þeir séu með um 3.000 skriðdreka í þjónustu hersins og eigi um 10.000 á lager. Hins vegar sé annað mál hvort þeir virki. Margir hafi verið mjög lengi í geymslu, oft við slæm skilyrði. Margir séu gamlir, frá dögum Sovétríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum