fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Hvað veit Donald Trump um kynlíf Emmanuel Macron?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 07:05

Macron og Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Elysee höllinn í Frakklandi velta margir fyrir sér hvað það er sem Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, þykist vita um kynlíf Emmanuel Macron, Frakklandsforseta. Hefur Macron verið að gera eitthvað bak við luktar dyr heimilis síns þegar eiginkona hans, Brigitte, hefur verið að heiman?

Franskir forsetar eru svo sem þekktir fyrir að halda sig ekki bara við eiginkonur sínar. Frægasta dæmið er líklega að nóttina sem Díana prinsessa lést í umferðarslysi í París fannst Jacques Chirac, forseti, ekki lengi vel. Á endanum fannst hann í örmum ítölsku kvikmyndastjörnunnar Claudia Cardinale en ekki örmum eiginkonu sinnar.

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum Frakka þessa dagana eru ummæli Donald Trump sem segist liggja á upplýsingum um kynlífshneyksli Macron. Meðal þess sem alríkislögreglan FBI lagði hald á við húsleit heima hjá Trump þann 8. ágúst  var skjalamappa  merkt „Frakklandsforseti“. Í Frakklandi er hún nefnd „Úllala! – Kynlífsskrá Macron“ að sögn Daily Mail.

Ekki er vitað hvað mappan inniheldur en það hefur ekki stöðvað fólk í að ræða hugsanlegt innihald hennar.

Trump hefur lengi virst áhugasamur um kynlíf Macron og segir Rolling Stone tímaritið að hann hafi stært sig af því í einkasamtölum að búa yfir safaríkum upplýsingum um kynlíf forsetans. Hann er sagður hafa sagt að Macron sé mjög „slæmur“ og það viti ekki margir.

Það sem almennt er vitað um Macron er að hann kynntist eiginkonu sinni Brigitte þegar hann var 15 ára skólapiltur en hún 39 ára kennari. Gift og þriggja barna móðir.

En eitt og annað hefur verið sett fram um einkalíf Macron. Til dæmis neyddist hann til að neyta því í kosningabaráttunni 2017 að hann væri félagi í „lobbíistasamtökum ríkra samkynhneigðra“ og að hann ætti í ástarsambandi við Mathieu Gallet sem var þá forstjóri Radio France. Gallet fer ekki leynt með samkynhneigð sína og var áberandi í frönsku þjóðlífi og hitti Macron margoft við hin ýmsu tækifæri.

Macron neyddist til að neita því að hann ætti í sambandi við Gallet. Hann sagðist vera sá sem hann er og hefði ekkert að fela.

Ári síðar gengu orðrómar í París um að Macron væri að sofa hjá Alexandre Benalla, fyrrum yfirmanni öryggismála hans og síðar varastarfsmannastjóra hans. Var því haldið fram að svona hlyti að vera í pottinn búið fyrst Macron tók vægt á Benalla eftir að myndir náðust af honum lemja almennan borgara þegar hann var við öryggisgæslu vegna mótmæla.

Brigitte hefur heldur ekki sloppið við slúður og orðróma. Blaðamenn, sem teljast til öfgahægrimanna, hafa ítrekað haldið því fram að hún hafi fæðst sem karl og hafi heitið Jean-Michel Trogneux og hafi farið í kynskiptaaðgerð snemma á níunda áratugnum. Hópar tengdir Marine Le Pen og flokki hennar sem og andstæðingar bólusetninga og meðlimir Gulu vestanna hafa dreift þessum staðhæfingum en virtir franskir fjölmiðlar hafa fjallað um þær og sagt þær vera rangar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök