fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Hryllingur í Kanada – 10 drepnir og minnst 15 særðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 04:24

Damien Sanderson og Myles Sanderson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fundið tíu látnar manneskjur,“ sagði Rhonda Blackmore, næstráðandi hjá kanadísku riddaralögreglunni, á fréttamannafundi í gærkvöldi. Hún sagði að 15 til viðbótar hafi fundist særðir og verið fluttir á sjúkrahús. Allt hafði fólkið verið stungið. Lögreglan leitar nú að tveimur nafngreindum mönnum sem eru grunaðir um að hafa ráðist á fólkið.

Árásirnar áttu sér stað á 13 stöðum. Lögreglan óttast að fórnarlömbin séu fleiri en fyrir liggur á þessari stundu. Hún hvetur almenning til að fara varlega og alls ekki taka puttaferðalanga upp í bíla sína.

Norska ríkisútvarpið segir að heilbrigðiskerfið starfi nú á neyðarstigi vegna fjölda særðra og hafi starfsfólk verið kallað úr fríum.

Lögreglan leitar að Damien Sanderson og Myles Sanderson vegna málsins og beinist leitin að þremur héruðum. Telur lögreglan að þeir hafi hugsanlega ætlað sér að ráðast á sum af fórnarlömbunum en önnur hafi orðið fyrir barðinu á þeim fyrir tilviljun.

Árásirnar áttu sér stað í James Smith Cree Nation og bænum Weldon, sem er norðaustan við Saskatoon, en þetta eru svæði kanadískra frumbyggja. Leitin nær einnig til Manitoba og Alberta.

Mennirnir eru taldir vopnaðir og hættulegir.

Justin Trudeau, forsætisráðherra, sagði árásirnar vera hryllingsverk og nísta í hjartastað. Hann hvatti almenning til að fylgjast með tilkynningum frá yfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar