fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Hér endar stríðið segja Rússar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 07:07

Úkraínskur hermaður í fremstu víglínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmir sex mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Ekki er að sjá að stríðinu sé að fara að ljúka og enginn veit hvenær því lýkur. En Rússar segja liggja ljóst fyrir hvernig því lýkur.

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnarinnar í Kreml, sagði í gær á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossiya-1 að „öllum átökum ljúki með því að það dregur úr þeim“ og að „allar krísur endi við samningaborðið“.

„Það mun einnig gerast að þessu sinni. Það er ólíklegt að það gerist í nánustu framtíð, líklega miklu síðar, en það mun gerast,“ sagði hann að sögn Tass.

Hann sagði að samningaviðræður megi ekki „skaða rússneska hagsmuni“ og að samningaviðræðurnar muni snúast um hvernig kröfum Rússa verði mætt.

Úkraínumenn hafa ekki svarað þessum ummælum hans en síðustu daga hafa úkraínskar hersveitir sótt fram gegn rússneskum hersveitum í Kherson og hafa náð nokkrum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5
Fréttir
Í gær

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi
Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Í gær

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið