fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Kínverjar eru að verða vatnslausir – Getur hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar herja nú á Kína, þeir mestu sem nokkru sinni hafa verið skráðir. Sérfræðingar telja að þetta geti haft miklar afleiðingar fyrir heimsbyggðina á næstu árum.

Skýrt er frá þessu í Foreign Affairs í grein eftir Gabriel Collins og Gopal Reddy. Fram kemur að hugsanlegur uppskerubrestur geti valdið miklum hörmungum. Hann getur orðið til þess að kínversk ríkisfyrirtæki byrji að ryksuga heimsmarkaðinn og kaupi hveiti, maís og hrísgrjón í miklu magni. Þeir segja að ef uppskeran í Kína verði 33% minni en í venjulegu árferði muni Kínverjar kaupa 20% af allri maísuppskeru heimsins og 13% af allri hveitiuppskeru.

Ef þetta gerist mun það hafa mikil áhrif á matvælaverð sem mun hækka enn frekar. Það mun koma fram í ríku löndunum en áhrifin verða mest í fátæku löndunum og getur í raun orðið spurning um líf eða dauða fyrir íbúa þeirra.

Frá því í júní hefur verið óvenjulega hlýtt í stórum hluta Kína og því hafa landsmenn notað loftkælingar ótæpilega. Það eykur að sjálfsögðu rafmagnsnotkunina sem í bland við þurrka veldur því að mörg vatnsorkuver geta ekki lengur framleitt nóg rafmagn. Skortur er á rafmagni á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Til dæmis fær Sichuan-héraðið 80% af raforku sinni frá vatnsorkuverum. Héraðið er mikilvægt iðnaðarhérað. Toyota og Volkswagen hafa neyðst til að loka verksmiðjum sínum þar vegna ástandsins.

Hinn mikli hiti og þurrkar í Kína eru afleiðing loftslagsbreytinganna og þess vegna er það ákveðin þversögn að ástandið í Kína getur hægt á orkuskiptunum, skiptum yfir í græna orku. Ástæðan er að Kínverjar framleiða 75% af sólarsellum heimsins og 75% af liþíumrafhlöðum heimsins en þau eru meðal annars notuð í rafmagnsbíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi