fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Margrét birtir svar Icelandair – „Fer því málið fyrir dómstóla“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. september 2022 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, ætlar í mál við Icelandair vegna brottvísunar úr flugvél þeirra eftir að hafa neitað að virða grímuskyldu.

Hún birtir svar flugfélagsins við bótakröfu hennar á Facebook. Hún segir Icelandair fara með ósannindi og vera með „allt niðrum sig í þessu máli og fer því málið fyrir dómstóla.“

„Ég lagði inn bótakröfu á Icelandair í dag en það tók ekki nema 3 klukkutíma að svara, og var mér neitað um endurgreiðslu en var líka með forfallatrygginu,“ segir hún.

Á vef Icelandair kemur fram að forfallagjald bætir ferðakostnað ef þú getur ekki ferðast vegna dauðsfalls, skyndilegra veikinda eða slyss hjá viðkomandi eða fjölskyldumeðlim, verulegs eignatjóns á heimili eða einkafyrirtæki sem gerir nærveru viðkomandi nauðsynlega og ef viðkomandi er með Covid-19.

Segist hafa samþykkt að vera með grímu

„Þá barst mér lögregluskýrslan einnig í dag, þar sem kemur fram að ég hafi verið róleg og stangast því á allt sem að flugfélagið reynir að halda fram (ekki tekið áhættu?) og byggja þau sinn málatilbúnað á ósannindum og telja sig í rétti að brjóta með alvarlegum hætti á farþegum,“ segir hún og bætir við að hún hafi samþykkt að vera með grímu.

„Þess ber að geta að ég samþykkti að vera með grímu og þeir tækju handfarangurinn minn með dýrum og brothættum búnaði, þrátt fyrir þetta var mér vísað út fyrir framan fjölda vitna. Icelandair er með allt niðrum sig í þessu máli og fer því málið fyrir dómstóla.“

Skjáskotið sem Margrét birtir af svari Icelandair til hennar. Skjáskot/Facebook

Sjá einnig: Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Föstudaginn síðastliðinn greindi Fréttablaðið frá því að starfsfólk Icelandair hafi óskað eftir aðstoðar lögreglu til að fylgja Margréti úr vélinni og til átaka hafi komið.

Margrét var á leið til Moskvu í vinnutengdum erindagjörðum með viðkomu í Þýskalandi – þar sem grímuskylda ríkir enn í öllum flugum til landsins.

Hún vísaði því alfarið á bug að hún hafi verið með læti og gagnrýndi vinnubrögð flugfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Í gær

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu
Fréttir
Í gær

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“
Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi