fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 08:00

Jónas Haraldsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að morgni 7. júní sl., er ég var rétt að koma heim á bíl mínum, tók ég eftir því að lögreglubíll var á eftir mér. Erindi lögreglunnar var að spyrja mig hvort það væri ég sem rétt áður hefði skvett rauðri málningu á skiltið á vegg sendiráðs Rússlands í Garðastræti. Játti ég því að sjálfsögðu og bætti við í framhaldinu að ég væri einnig sá sem það hefði gert áður eða hinn 3. mars sl.“

Svona hefst grein eftir Jónas Haraldsson, lögmann, í Morgunblaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina „Rússar og rauð málning“. Eins og fram kemur í innganginum þá segist Jónas hafa skvett rauðri málningu á vegg rússneska sendiráðsins í Garðastræti í mars og júní. En þar með er ekki öll sagan sögð því hann segir að lögreglumennirnir hafi ekki spurt hann hvort það hafi verið hann sem málaði rauða málningu yfir skiltið við sendiráðsbyggingu Rússlands í Túngötu í apríl og maí . . . „sem leiddi til þess að það var tekið niður mönnum til mikils ánægjuauka,“ segir Jónas.

Hann útskýrir síðan þessar aðgerðir sína og segir ástæðuna vera að stríðsglæpamaðurinn Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu. „Þá ekki síst vegna þeirra svívirðilegu stríðsglæpa og fjöldamorða sem rússneski herinn varð síðan í framhaldinu uppvís að og öllum er kunnugt um og ekki þarf að tíunda frekar hér. Var mér öllum lokið við að vera upplýstur um þessi óhæfuverk rússneskra hermanna á saklausum nágrönnum sínum. Af þeim ástæðum var mér því gjörsamlega ómögulegt að sitja aðgerðalaus með hendur í skauti og fylgjast daglega í fjölmiðlum með hryllilegri framgöngu rússneska innrásarliðsins og fjöldamorðum, hverjar svo sem afleiðingarnar kynnu síðar að verða fyrir mig vegna viðbragða minna,“ segir hann.

Hann bendir síðan á að allir beri ábyrgð á gerðum sínum og taki út þá refsingu sem lög kveða á um. Það hafi afleiðingar að skemma eigur annarra með t.d. málningu.

Hægt er að lesa grein Jónasar í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir