fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Finnar íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 11:32

Það voru langar bílaraðir á landmærum Finnlands og Rússlands um helgina. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krista Mikkonen, innanríkisráðherra Finnlands, segir að ræða verði hvort reisa eigi girðingu á landamærunum að Rússlandi. Að minnsta kosti á þeim svæðum þar sem er frekar auðvelt að komast yfir landamærin en erfitt að vakta.

Finnska ríkisútvarpið YLE skýrir frá þessu. Haft er eftir Mikkonen að þetta geti til dæmis verið nærri gömlum vegum.

Ástæðan fyrir þessum hugmyndum er að aukinn straumur Rússa hefur verið að finnsku landamærunum að undanförnu eftir að tilkynnt var um herkvaðningu í landinu. Óttast Finnar að geta ekki haft stjórn á þessum straumi og þá sérstaklega ef Rússar meina mönnum á herskyldualdri að fara úr landi. Þeir muni þá reyna að komast yfir landamærin á stöðum þar sem engin gæsla er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök