fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Umfangsmikil herkvaðning Pútíns – Gamlir menn, krabbameinssjúklingar og látnir kallaðir til herþjónustu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 06:07

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Tarapun er 59 ára verkstjóri í verksmiðju í Krasnodar í suðurhluta Rússlands. Nú hefur hann verið kallaður til herþjónustu þrátt fyrir að vera tæplega sextugur og með krabbamein í blöðruhálsi, krónísk hjartavandamál og of háan blóðþrýsting.

En þar með er ekki öll sagan sögð því hann hefur aldrei gegnt herþjónustu. Það eina sem hann hefur gert tengt hernum er að vera liðsforingi í varaliði hans en aðeins vegna þess að hann er háskólamenntaður.

Hann sagði rússnesku Telegramrásinni Baza sögu sína.

Hann er ekki eini veiki og gamli varaliðsmaðurinn sem hefur verið kallaður til herþjónustu eftir að Pútín tilkynnti um herkvaðningu í síðustu viku. Norska Dagbladet segir mörg dæmi um að gamlir menn, veikir og meira að segja látnir hafi verið kallaðir til herþjónustu.

Þegar Pútín tilkynnti um herkvaðninguna sagði hann að hár aldur og slæmt heilsufar væru tvær helstu ástæðurnar fyrir að sleppa við herþjónustu.

Samt sem áður hafa rússneskir fjölmiðlar skýrt frá fjölda dæma um krabbameinssjúka karla og jafnvel látna menn sem hafa verið kallaðir til herþjónustu síðustu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“