En þar með er ekki öll sagan sögð því hann hefur aldrei gegnt herþjónustu. Það eina sem hann hefur gert tengt hernum er að vera liðsforingi í varaliði hans en aðeins vegna þess að hann er háskólamenntaður.
Hann sagði rússnesku Telegramrásinni Baza sögu sína.
Hann er ekki eini veiki og gamli varaliðsmaðurinn sem hefur verið kallaður til herþjónustu eftir að Pútín tilkynnti um herkvaðningu í síðustu viku. Norska Dagbladet segir mörg dæmi um að gamlir menn, veikir og meira að segja látnir hafi verið kallaðir til herþjónustu.
Þegar Pútín tilkynnti um herkvaðninguna sagði hann að hár aldur og slæmt heilsufar væru tvær helstu ástæðurnar fyrir að sleppa við herþjónustu.
Samt sem áður hafa rússneskir fjölmiðlar skýrt frá fjölda dæma um krabbameinssjúka karla og jafnvel látna menn sem hafa verið kallaðir til herþjónustu síðustu daga.