The Guardian skýrir frá þessu.
Fram kemur að Andrei Sergeev, innanríkisráðherra í rússneska lýðveldinu Norður Ossetia-Alania, hafi sagt að rússneskum ökutækjum, sem stefna til Georgíu, hafi fjölgað „mjög alvarlega“. Guardian segir að hann hafi skrifað þetta á Telegram og að eftirlitsstöðvar verði settar upp í „náinni framtíð“ við landamærin að Georgíu.
Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að myndbönd á samfélagsmiðlum sýni rússneska herbíla á leið að landamærum Georgíu. Líklega sé verið að flytja hermenn þangað til að manna eftirlitsstöðvarnar.