fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Slátrarinn frá Maríupól fær stöðuhækkun – Verður aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 05:48

Mikhail Mizintsev. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Bulgakov hefur verið rekinn úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands og við embættinu tekur Mikhail Mizintsev. Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði nýlega frá þessu á Telegram.

Bulgakov bar ábyrgð á birgðaflutningum rússneska hersins en eins og kunnugt er hafa Rússar átt í miklum vandræðum með birgðaflutninga sína í Úkraínu.

Ákvörðunin um brottrekstur hans var tekin skömmu eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti að 300.000 karlar verði kvaddir í herinn.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Bulgakov fái ný verkefni en ekki er skýrt frá hver þau eru.

Mizintsev er sextugur hershöfðingi sem hefur hlotið viðurnefnið „Slátrarinn frá Maríupól“ en hann er sagður hafa fyrirskipað hinar grimmdarlegu stórskotaliðsárásir á borgina sem var lögð nær algjörlega í rúst. Hann er einnig sagður hafa komið við sögu í stríðinu í Sýrlandi þar sem hann hafi fyrirskipað árásir á almenna borgara.

BBC segir að margir í Kreml hafi varpað sökinni á erfiðleikum rússneska hersins í Úkraínu á Bulgakov vegna erfiðleikanna við birgðaflutninga. Hann hafði stýrt þeim málum síðan 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er ekki enn orðinn kanslari en ummæli hans um Bandaríkin gefa ótrúlega stefnubreytingu til kynna

Hann er ekki enn orðinn kanslari en ummæli hans um Bandaríkin gefa ótrúlega stefnubreytingu til kynna
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við sérstakar veðuraðstæður í Reykjavík

Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við sérstakar veðuraðstæður í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“