„Ef það eru 30.000 eða jafnvel 50.000 sem eru flúnir. Hefðu þeir verið okkar fólk ef þeir hefðu verið um kyrrt? Látið þá fara,“ sagði hann að sögn Sky News.
Lukashenko stýrir Hvíta-Rússlandi harðri hendi en hann er undir hæl Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og stendur og situr nánast eins og Pútín krefst.
Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Hvítrússar og Rússar styrkt samband sitt.