Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali við Blinken í fréttaskýringaþættinum 60 Mínútur á CBS News.
Blinken vildi ekki segja hvað felst í áætlun Bandaríkjanna.
Hann sagði einnig að bandarískir embættismenn hafi hvatt ráðamenn í Kreml til að „hætta þessu blaðri um kjarnorkuvopn“ og að hann hefði áhyggjur af að enginn í innsta hring Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, þori að andmæla honum ef hann tekur ákvörðun um að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.
Pútín hafði í hótunum í síðustu viku um að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar telji að þeim sé ógnað og bætti við að hann væri „ekki að plata“.