TV2 skýrir frá þessu og segir að þetta sé niðurstaða hóps löglærða sérfræðinga sem SÞ fól að skoða eitt og annað tengt stríðinu í Úkraínu. Nefndin birti frumskýrslu sína um málið á föstudaginn og lagði hana fyrir Mannréttindaráð SÞ.
Í henni er langur list yfir ofbeldisverk rússneskra hermanna. Sérfræðingarnir heimsóttu 27 bæi í Kyiv, Tjernihiv, Kharkiv og Sumy og fundu sannanir um árásir, aftökur, sprengjuárásir á óbreytta borgara og pyntingar.
„Á grunni sönnunargagna, sem nefndin hefur aflað, hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að stríðsglæpir hafi verið framdir í Úkraínu,“ sagði Erik Mose, formaður nefndarinnar.
Hvað varðar kynferðisofbeldi og kynferðisbundið ofbeldi var elsta fórnarlambið 82 ára og það yngsta 4 ára.
Mose sagði að staðfest væri að börnum hefði verið „nauðgað, pyntuð og lokuð inni á ólögmætan hátt“. Hann sagði dæmi um að ættingjar hefðu verið neyddir til að horfa á ofbeldið.