Ákvörðun Pútíns hefur leitt til mótmæla víða í Rússlandi og hefur lögreglan gengið hart fram í að brjóta þau á bak aftur. Mörg þúsund mótmælendur hafa verið handteknir og hafa sumir þeirra verið kvaddir beint í herinn í framhaldi af handtöku.
The Guardian segir að sögur hafi heyrst af mönnum sem hafi verið kallaðir í herinn þrátt fyrir að þeir eigi að sleppa.
Þetta gaf Matviyenko tilefni til að gagnrýna framkvæmdina í færslu á Telegram. Þar sagði hún þetta vera algjörlega óásættanlegt og að hún skilji vel að almenningur hafi brugðist illa við.
Vyacheslav Volodin, formaður neðri deildar þingsins, sagði að ef mistök hafi verið gerð, eigi að leiðrétta þau og að yfirvöld þurfi að skilja þá ábyrgð sem á þeim hvíli.