fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Handteknir fyrir mótmæli í Rússlandi og skráðir beint í herinn

Pressan
Föstudaginn 23. september 2022 11:30

Stevnhøj segir að meira þurfi að koma til ef mótmælin eiga að skila einhverjum árangri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að minnsta kosti 1.300 einstaklingarr hafi verið handteknir í mótmælum í Rússlandi síðan að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti að hann hefði fyrirskipað um herkvaðningu sem nær til þeirra sem eru í varaliði rússneska hersins.

CNN greinir frá  að sumir þeirra handteknu hafi umsvifalaust verið skráðir í rússneska herinn. Að öðrum kosti yrðu þeir ákærðir en viðurlög við því að gangast ekki við herkvaðningu er 15 ára fangelsi.

Mótmælt var í að minnsta kosti 38 borgum í Rússlandi en mótmælin voru kröftugust í Moskvu og St. Pétursborg. Yfir 500 manns voru teknir höndum hvorri borg.

Þá voru níu blaðamenn handteknir sem og 33 einstaklingar undir lögaldri.

Fréttstofa Sky greinir frá að fjölmargir Rússar sem búast megi við herkvaðningu freisti þess nú að flýja land áður en til þess kemur. Verð á flugmiðum hefur hækkað gríðarlega og víða má sjá langar biðraðir bíla við landamæri Rússlands, sérstaklega til Finnlands og Georgíu.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sagði á fréttamannafundi í gær að finnsk yfirvöld myndu freista þess setja hömlur á för Rússa til landsins, sem eru ein af þeim fáu sem enn eru opin fyrir rússneska ríkisborgara.

Önnur lönd sem hafa landamæri að Rússlandi, eins og Litháen, Lettland og Eistland, hafa þegar lokað fyrir ferðalög rússneskra ríkisborgara.

Yfirvöld í Kreml segja þó að mikil stuðningur sé við aðgerðirnar í Rússlandi og ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að mikill flótti sé frá landinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Í gær

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Í gær

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Í gær

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Í gær

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Í gær

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað