fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Erdogan segir að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi aftur til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:00

Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyiv Erdogan, forseti Tyrklands, var í löngu viðtali við PBS News Hour um helgina. Hann ræddi meðal annars um nýlegar viðræður hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en þeir funduðu í Úsbekistan í síðustu viku.

Í viðtalinu segir Erdogan að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi í Úkraínu aftur til Úkraínu til að friður komist á. Þegar hann var spurður hvort það eigi einnig við um Krím, sem Rússar hertóku 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið, sagði hann svo vera.

„Ég hef rætt þetta við minn góða vin Pútín síðan 2014 og þetta er það sem við viljum að hann geri. Við höfum beðið um að Krím verði skilað aftur til réttmæts eiganda,“ sagði Erdogan.

Tyrkland er eitt fárra Evrópuríkja sem á ekki í hörðum deilum við Rússa. Erdogan og Pútín hafa til dæmis hist nokkrum sinnum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú