fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Erdogan segir að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi aftur til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:00

Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyiv Erdogan, forseti Tyrklands, var í löngu viðtali við PBS News Hour um helgina. Hann ræddi meðal annars um nýlegar viðræður hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en þeir funduðu í Úsbekistan í síðustu viku.

Í viðtalinu segir Erdogan að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi í Úkraínu aftur til Úkraínu til að friður komist á. Þegar hann var spurður hvort það eigi einnig við um Krím, sem Rússar hertóku 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið, sagði hann svo vera.

„Ég hef rætt þetta við minn góða vin Pútín síðan 2014 og þetta er það sem við viljum að hann geri. Við höfum beðið um að Krím verði skilað aftur til réttmæts eiganda,“ sagði Erdogan.

Tyrkland er eitt fárra Evrópuríkja sem á ekki í hörðum deilum við Rússa. Erdogan og Pútín hafa til dæmis hist nokkrum sinnum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“