Prófessor í kynjafræði segir að viðbrögð við kynferðislegi áreiti geti orðið fliss, hlátur eða önnur merki sem ekki beri þeirri alvöru vitni sem þolandi finni fyrir. Hún nefnir deilumálin í Flokki fólksins á Akureyri sem dæmi um þetta. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur ræðir umtalaðasta mál stjórnmálanna í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.
Þá verður í þættinum talað við Arndísi Önnu Kristínar- og Gunnarsdóttur þingmann, sem segir að nauðungarflutningar fólks muni aukast á næstunni. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi á Keflavíkurflugvelli.
Einnig verður litið við í Hrísey í þættinum. Blaðamennirnir Oddur Ævar Gunnarsson og Ingunn Lára Kristjánsdóttir ræða fréttir dagsins.
Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan.