Ekki er útilokað að verslunum verði bannað að lýsa sýningarglugga sína upp og framvegis verður ekkert heitt vatn í boði til að þvo hendur í opinberum byggingum. Þó verða sjúkrahús, leikskólar og skólar undanþegnir þessu að sögn Deutsche Welle.
Einnig er reiknað með að skrúfað verði fyrir heita vatnið í sturtum sundlauga.
Áður hafði verið gripið til svipaðra aðgerða í nokkrum borgum. Þeirra á meðal er Hannover en þar ákváðu borgaryfirvöld að aðeins megi kynda opinberar byggingar frá 1. október til 31. mars.
Ástæðan fyrir þessu er yfirvofandi orkukreppa á meginlandinu en hana má meðal annars rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og minna flæðis af gasi frá Rússlandi til Evrópu. Einnig eru Evrópuríkin að reyna að losa sig undan því að vera háð rússnesku gasi. Þessu til viðbótar hafa miklir þurrkar herjað á víða í álfunni sem hefur dregið úr framleiðslu vatnsaflsvirkjana.
Með orkusparnaðaraðgerðum sínum vonast þýsk yfirvöld til að hægt verði að draga úr gasnotkun um tvö prósent.