fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Þjóðverjar skrúfa fyrir hitann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 19:00

Frá Hanover. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. september tóku nýjar reglur gildi í Þýskalandi til að spara orku. Meðal annars má hitinn ekki vera hærri en 19 gráður í opinberum byggingum öðrum en sjúkrahúsum og öðrum byggingum sem teljast til mikilvægra innviða. Einnig verður hætt að lýsa opinberar byggingar upp ef lýsingin er aðeins á fagurfræðilegum grunni og ónauðsynleg að öðru leyti.

Ekki er útilokað að verslunum verði bannað að lýsa sýningarglugga sína upp og framvegis verður ekkert heitt vatn í boði til að þvo hendur í opinberum byggingum. Þó verða sjúkrahús, leikskólar og skólar undanþegnir þessu að sögn Deutsche Welle.

Einnig er reiknað með að skrúfað verði fyrir heita vatnið í sturtum sundlauga.

Áður hafði verið gripið til svipaðra aðgerða í nokkrum borgum. Þeirra á meðal er Hannover en þar ákváðu borgaryfirvöld að aðeins megi kynda opinberar byggingar frá 1. október til 31. mars.

Ástæðan fyrir þessu er yfirvofandi orkukreppa á meginlandinu en hana má meðal annars rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og minna flæðis af gasi frá Rússlandi til Evrópu. Einnig eru Evrópuríkin að reyna að losa sig undan því að vera háð rússnesku gasi. Þessu til viðbótar hafa miklir þurrkar herjað á víða í álfunni sem hefur dregið úr framleiðslu vatnsaflsvirkjana.

Með orkusparnaðaraðgerðum sínum vonast þýsk yfirvöld til að hægt verði að draga úr gasnotkun um tvö prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“