„Ég vil segja þetta: Á þremur dögum virðast Úkraínumenn hafa sýnt getu sína til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd flóknum sóknaraðgerðum af miklu meira hugviti en rússneski herinn hefur sýnt á nokkrum tímapunkti í þessu stríðið,“ sagði Phillips O‘Brien, prófessor við University of St. Andrews í Skotlandi, á Twitter á miðvikudagskvöldið.
Building on above, @laraseligman has just published this piece with US sources evaluating Ukraine has a ‘good chance’ to retake land from Russia. Generally the Pentagon has been careful in its analyses. https://t.co/b99bbGH6qq
— Phillips P. OBrien (@PhillipsPOBrien) August 31, 2022
Þrátt fyrir þetta jákvæða mat hans á aðgerðum úkraínska hersins þá er mörgum spurningum enn ósvarað um gang sóknar þeirra. Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þrjár mikilvægustu spurningarnar séu:
Hver er styrkur stríðsaðilana?
Hversu stórar gagnárásir geti Úkraína gert í einu?
Hversu veikburða eru Rússarnir eftir margra mánaða erfiðleika?
Hann sagði að það sé hægt að segja með vissu að Rússar sýni veikleikamerki. Í upphafi gagnsóknarinnar hafi Úkraínumenn komist í gegnum varnarlínur þeirra en það hefði ekki gerst ef Rússar væru með fullan styrk. Einnig sé spurning hvort þetta séu svæðisbundin veikleikamerki hjá Rússum og þeir geti fært hersveitir til og stoppað í götin eða hvort þetta sé til merkis um að þeir standi illa að vígi alls staðar vestan við Dnipor. Hann sagðist telja líklegast að um svæðisbundna veikleika sé að ræða en þetta séu fyrstu merkin um að hernaðartaktík Úkraínumanna, að ráðast á birgðalínur Rússa, sé að virka.
Hann sagði að óvissan um gang sóknarinnar sé vegna þess að Úkraínumenn haldi spilunum þétt að sér og hafi beðið fólk um að vera ekki að skýra frá hugleiðingum sínum um gang sóknarinnar. Þeir vilji ekki veita Rússum neinar upplýsingar sem þeir geti nýtt sér.