fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Samsæriskenningasmiðurinn gagnrýndi eftirgjöf Joe Biden á námslánum fólks – Gagnrýnin sprakk í andlit hennar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 06:12

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Joe Biden, Bandaríkjaforseti, um niðurfellingu á hluta af námslánum fólks. Þessu er ætlað að hjálpa fátækum Bandaríkjamönnum og munu mjög margir njóta góðs af. Í heildina verða milljarðar dollara af útistandandi námslánum felldir niður.

Líklegt má teljast að þessi ákvörðun geti komið Demókrötum að gagni í kosningunum í nóvember.

Vinstri vængurinn í Demókrataflokknum hefur lengi þrýst á um að námslánin yrðu felld niður því margir hafa átt í erfiðleikum með að greiða þau vegna sífellt hærri framfærslukostnaðar og erfiðleika tengdum heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Samkvæmt forsetatilskipun Biden þá getur fólk fengið felldar niður sem svarar til allt að 2,9 milljónum íslenskra króna af námslánum sínum. Þetta á einnig við í fólk í efri lögum millistéttarinnar.

Þegar Biden tilkynnti um þetta svaraði hann um leið þeirri gagnrýni sem kom fram á ákvörðunina. Hann sagðist aldrei ætla að biðjast afsökunar á að hjálpa bandarískum verkamönnum og millistéttinni, sérstaklega ekki í ljósi þess að þeir sem gagnrýna þetta hafi áður samþykkt skattalækkanir sem gögnuðust aðallega ríkustu Bandaríkjamönnunum.  Að reiði þeirra yfir því að vinnandi fólki sé hjálpað með námslán sín sé óréttlát. Hann vísaði þarna til þess að í valdatíð Donald Trump lækkuðu Repúblikanar fyrirtækjaskattinn en það gagnaðist ríkustu Bandaríkjamönnunum.

Samsæriskenningasmiðurinn lét í sér heyra

Marjorie Taylor Greene, þingkona í fulltrúadeildinni og Repúblikani, lét heyra í sér um þetta á sjónvarpsstöðinni Newsmax, sem er mjög íhaldssöm stöð, og sakaði Biden um að hygla vel menntuðu fólki á kostnað hinna ómenntuðu. Hún er þekkt fyrir að varpa fram samsæriskenningum og aðhyllast samsæriskenningar.

„Þetta er svo ósanngjarnt. Skattgreiðendur um allt land, skattgreiðendur sem hafa aldrei tekið námslán, skattgreiðendur sem greiða reikninga sína og hafa kannski aldrei farið í háskóla en eru bara duglegt fólk sem vinnur sína vinnu eiga ekki að greiða námslán einhverra sem hafa gengið í fína skóla á austurströndinni,“ sagði hún.

Hvíta húsið vísaði þessu ummælum hennar strax á bug í færslu á Twitter og benti á að Greene hefði fengið 183.504 dollara af launatryggingalánum sínum niðurfelld. Launatryggingalán voru tekin upp 2020 til að létta undir með smærri rekstraraðilum sem áttu í erfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu