fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Einn helsti leiðtogi glæpagengis myrtur í Svíþjóð – Þrír bræður einnig myrtir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 20:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 25. ágúst var háttsettur leiðtogi glæpagengisins Österberganätverket í Svíþjóð skotinn til bana. Hann var skotinn mörgum skotum í höfuðið. Maðurinn var 27 ára og hafði árum saman nánast verið gangandi skotskífa því andstæðingar hans og glæpagengisins vildu hann feigan.

Maðurinn gekk undir nafninu „Östberga-kapteinninn“. Hann var skotinn um klukkan 18.20 síðdegis fimmtudaginn 25. ágúst í Haninge, sem er sunnan við Stokkhólm. Morðinginn lét sig síðan hverfa af vettvangi og hefur ekki náðst.

Þetta var fertugasta og sjöunda morðið, sem framið er með skotvopni, í Svíþjóð á árinu. Allt árið í fyrra voru þau 48.

Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið nátengdur átökum glæpagengja en Österberganätverket hefur árum saman átt í átökum við Bredängsnätverket. Þess utan eru innri átök í Österberganätverket sem er klofið í tvær andstæðar fylkingar. Þau átök hafa kostað marga lífið.

Aftonbladet segir að aðalkenning lögreglunnar sé að morðinginn sé úr röðum hinnar fylkingarinnar innan Österberganätverket. Fórnarlambið var ásamt mörgum æskuvinum sínum í annarri fylkingunni. Meðal annarra fórnarlamba úr þeirri fylkingu eru þrír nánir vinir hans, bræður, sem voru myrtir. Fjórði bróðirinn er á lífi en situr í fangelsi.

Hinn látni átti langan sakaferil að baki og segir Aftonbladet að hann hafi verið grunaður um aðild að fjölda alvarlegra mála þar sem hann var sýknaður af dómstólum eða málin felld niður.

Hann var sakfelldur fyrir morðið á leiðtoga Bredängsnätverket sem var myrtur í nóvember 2017. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðild að morðinu en var sýknaður á æðra dómstigi.

Hann hlaut marga dóma fyrir að vera vopnaður en hann dró enga dul á að hann væri vopnaður til að geta varið sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú