fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Segja um tímamót að ræða í krabbameinsmeðferð – Getur læknað dauðvona sjúklinga – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 05:45

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstök krabbameinsmeðferð getur veitt sjúklingum, sem hafa verið úrskurðaðir með ólæknandi húðkrabbamein, nýja von ef hefðbundin meðferð virkar ekki.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar danskra og hollenskra vísindamanna. „Þetta eru tímamót, ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Þetta er mjög stórt fyrir mig og allra stærst fyrir sjúklingana sem þetta mun gagnast,“ sagði Inge Marie Svane, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði í samtali við TV2.

Hún gerði rannsóknina í samvinnu við hollenska vísindamenn. Niðurstöðurnar voru kynntar á evrópsku krabbameinsráðstefnunni ESMO í París nýlega.

Meðferðin heitir T-frumumeðferð. Hún byggist á að T-frumur eru teknar úr krabbameinsvef sjúklingsins og þær síðan ræktaðar og breytt á rannsóknarstofu svo úr verða milljarðar heilbrigðra T-fruma. Þær eru síðan settar í líkama sjúklingsins með inngjöf í æð. Þær ráðast síðan á krabbameinsfrumurnar.

Meðferðin byggist sem sagt á að nota frumur sjúklingsins til að berjast gegn krabbameininu. Það þýðir að ekki er hægt að fjöldaframleiða meðferð gegn krabbameininu, það þarf að sníða hana að frumum hvers sjúklings.

168 danskir og hollenskir sjúklingar tóku þátt í rannsókninni sem lauk á þessu ári.

Hjá tæplega helmingi sjúklinganna dróst útbreiðsla krabbameinsins saman og hjá fimmta hverjum hvarf það algjörlega og eru þeir því lausir við krabbameinið.

„Allt bendir til að við séum hér með meðferð sem getur læknað sjúklinga, sem voru ólæknandi þar til nýlega,“ sagði Inge Marie Svane.

Næsta skref er að fá aðferðin samþykkta af heilbrigðisyfirvöldum og evrópsku lyfjastofnuninni.

Vísindamennirnir hafa nú þegar sótt um leyfi hjá dönskum og hollenskum yfirvöldum um að mega nota T-frumuaðferðina en allt er til staðar í löndunum tveimur til að hægt sé að bjóða upp á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir
Fréttir
Í gær

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut