fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands æfir eftir að meintum ofbeldismanni var sagt upp

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 16. september 2022 13:58

Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Mynd/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur boðað til félagsfundar næstkomandi mánudag, þann 19. september, þar sem fundarefnið er vantraustsyfirlýsing gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar. Stefnt er að því að kjósa um tillöguna á fundinum.

Vantraustsyfirlýsingin hefur verið til umræðu síðan í sumar eftir að ákveðnum starfsmanni við sveitina var sagt upp en hann hafði áður verið settur í leyfi vegna ásakana um áreitni og ofbeldi í garð samstarfsmanns. DV fjallaði um það í febrúar.

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar tjáir sig ekki um meinta áreitni hljómsveitarmeðlims 

Starfsmaðurinn sem sagt var upp hafði einnig verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn börnum en hann var ekki ákærður. Vitneskja um þessar ásakanir hafa lengi verið til staðar hjá framkvæmdastjóra og stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Óttast um starfsöryggi sitt

Mikil reiði og óánægja er með uppsögnina hjá hluta starfsfólks Sinfóníuhljómsveitarinnar. Samkvæmt heimildum DV telur Félag íslenskra hljómlistarmanna að uppsögnin sé ólögmæt og segist starfsfólk óttast um starfsöryggi sitt í kjölfar hennar.

Þá hefur hluti starfsfólks einnig krafist þess formlega að uppsögnin verði dregin til baka. Ýmsum finnst að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi tekið sér dómaravald með uppsögninni.

Samkvæmt heimildum DV hyggst starfsmaðurinn fara í mál við Sinfóníuhljómsveitina vegna uppsagnarinnar.

Nýr formaður hefur tekið við starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar en sá sem var formaður þar á undan sagði af sér vegna álags í tengslum við mál starfsmannsins sem sagt var upp.

Mögulegur „ímyndarskaði“

Hluti starfsmannahópsins telur að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi tekið ákvörðun um uppsögnina út frá þeim „ímyndarskaða“ sem hljómsveitin gæti orðið fyrir ef ásakanir á hendur starfsmanninum um barnaníð og annað ofbeldi yrðu opinberar.

Starfsmaðurinn fyrrverandi var á sínum tíma kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum. Í málinu voru lagðar fram frásagnir barnanna sjálfra úr viðtölum í Barnahúsi og samræmdust frásagnirnar kynferðislegri misnotkun að mati meðferðaraðila. Vegna þess hversu langur tími var liðinn síðan meint brot áttu sér stað töldu bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari að málið væri ólíklegt til sakfellis, og maðurinn ekki ákærður.

„Ein af grunnstoðum íslenskrar menningar“

Ljóst er að til mikils er að vinna þegar kemur að því að viðhalda góðri ímynd Sinfóníuhljómsveitarinnar en hún er „þjóðarhljómsveit“ og „ein af grunnstoðum íslenskrar menningar,“ eins og segir í nýjasta stefnumótunarriti hennar.

Þar segir einnig í kafla um sölu- og markaðsmál: „Styrkja þarf ímynd hennar enn frekar sem framúrskarandi sinfóníuhljómsveitar og stolts íslensku þjóðarinnar.“

Sinfóníuhljómsveit Íslands er sjálfstæð opinber stofnun og greiðir ríkissjóður 82% af rekstrarkostnaði hennar en Borgarsjóður Reykjavíkur 18%.

DV greindi frá því í marsmánuði að annar starfsmaður en hér er fjallað um hafi sagt upp hjá Sinfóníuhljómsveitinni í skugga ásakana um kynferðisofbeldi.

Sjá einnig: Tveir starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar stignir til hliðar vegna ásakana um áreitni og ofbeldi

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“