Sky News skýrir frá þessu og vitnar í upplýsingar frá lögreglunni í Izyum. „Þetta er ein stærsta fjöldagröfin sem við höfum nokkru sinni fundið,“ sagði Serhii Bolvinov, lögreglumaður.
Hann sagði að enn eigi eftir að bera kennsl á mörg af líkunum og ekki liggi fyrir hver dánarorsök allra hafi verið en sumir hafi verið skotnir og aðrir hafi orðið fórnarlömb stórskotaliðsárása.
„Það er mikið áfall að finna svona. Svona ætti ekki að geta átt sér stað í siðmenntuðum heimi árið 2022,“ sagði hann.
A mass burial was found in Izyum, Kharkiv region. Necessary procedures have already begun. All bodies will be exhumed and sent for forensic examination. Expect more information tomorrow.
Russia is a murderer country. A state sponsor of terrorism. pic.twitter.com/7pKTrYvlUF
— Andriy Yermak (@AndriyYermak) September 15, 2022
Úkraínumenn frelsuðu Izyum úr höndum Rússa í síðustu viku en borgin hafði lengi verið undir rússneskum yfirráðum. Þar bjuggu tæplega 50.000 manns áður en Rússar réðust inn í Úkraínu.
Zelenskyy tjáði sig um málið á Telegram í gærkvöldi og skrifaði að Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig. „Á morgun (föstudag) verða úkraínskir og alþjóðlegir fréttamenn í Izyum. Heimurinn verður að vita hvað er að gerast og hvaða afleiðingar hernám Rússa hefur haft,“ skrifaði hann.