fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skelfileg uppgötvun í Izyum – Zelenskyy vill að heimsbyggðin sjái þetta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 05:46

Mikið tjón hefur orðið í Izyum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borginni Izyum, sem Úkraínumenn frelsuðu nýlega úr höndum Rússa, hafa Úkraínumenn fundið fjöldagröf með um 440 líkum. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, staðfesti þetta í gærkvöldi og sagði að „Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig“.

Sky News skýrir frá þessu og vitnar í upplýsingar frá lögreglunni í Izyum. „Þetta er ein stærsta fjöldagröfin sem við höfum nokkru sinni fundið,“ sagði Serhii Bolvinov, lögreglumaður.

Hann sagði að enn eigi eftir að bera kennsl á mörg af líkunum og ekki liggi fyrir hver dánarorsök allra hafi verið en sumir hafi verið skotnir og aðrir hafi orðið fórnarlömb stórskotaliðsárása.

„Það er mikið áfall að finna svona. Svona ætti ekki að geta átt sér stað í siðmenntuðum heimi árið 2022,“ sagði hann.

Úkraínumenn frelsuðu Izyum úr höndum Rússa í síðustu viku en borgin hafði lengi verið undir rússneskum yfirráðum. Þar bjuggu tæplega 50.000 manns áður en Rússar réðust inn í Úkraínu.

Zelenskyy tjáði sig um málið á Telegram í gærkvöldi og skrifaði að Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig. „Á morgun (föstudag) verða úkraínskir og alþjóðlegir fréttamenn í Izyum. Heimurinn verður að vita hvað er að gerast og hvaða afleiðingar hernám Rússa hefur haft,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá