Hann sinnti kennslu á árunum 1958 til 1972, með hléum.
Hann var formaður Alþýðubandalagsins frá 1968-1977. Sat á þingi frá 1963 til 1967 og aftur frá 1971-1999. Gegndi embætti menntamála- og samgönguráðherra 1978-1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983.
Var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971-1975, 1979-1980, 1983-1987 og 1992-1995.
Ragnar sat í fjölda nefnda og stjórna og gegndi formennsku í mörgum nefndum og ráðum. Hann átti sæti í bankaráði Seðlabankans og í landsdómi frá 1999 til 2005.
Ragnar samdi nokkur leikrit, þar á meðal Uppreisn á Ísafirði og Sveitasinfónía.
Hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1960, Dagfara 1961-1962 og Nýrrar útsýnar 1969.
Eftirlifandi eiginkona Ragnar er Hallveig Thorlacius brúðuleikari. Þau eiga dæturnar Guðrúnu og Helgu.