fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Kokkur Pútíns reynir að fá fanga til að ganga til liðs við rússneska herinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 06:58

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósigur rússneska hersins í Kharkiv hefur gert Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, berskjaldaðan fyrir gagnrýni. Sumir sérfræðingar í rússneskum málefnum telja því líklegt að Pútín muni reka varnarmálaráðherrann til að létta þrýstingi af sjálfum sér. En það eru fleiri vandamál sem steðja að Pútín.

Peningar flæða úr ríkissjóði því stríðsrekstur er kostnaðarsamur og refsiaðgerðir Vesturlanda gera hlutina ekki auðveldari. En þar með er ekki öll sagan sögð því Pútín á einnig í erfiðleikum með að verða sér úti um nægilega marga hermenn til að senda á vígvöllinn í Úkraínu.

En einn af gömlu vinum hans hefur nú komið honum til aðstoðar. Þetta er hinn svokallaði kokkur Pútíns.

Þetta er Yevgeny Prigozhin. Hann er áhrifamikill kaupsýslumaður. Hann er maðurinn á bak við hinn svokallaða Wagnerhóp sem eru málaliðar sem rússnesk stjórnvöld nýta sér óspart til skítverka víða um heim.

Prigozhin er sagður einn valdamesti maður Rússlands enda góður vinur Pútíns.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir að á miðvikudaginn hafi Prigozhin lagt leið sína í rússneskt fangelsi til að reyna að telja fangana á að bjóð sig fram til herþjónustu í Úkraínu.

Hann sagði þeim að rússneskir fangar hafi barist í Úkraínu síðan 1. júlí. Hann hvatti þá til að bjóða sig fram. Hann lofaði þeim sakaruppgjöf í staðinn en þó gegn því skilyrði að þeir verða að berjast í sex mánuði. Hann var heldur ekkert að skafa utan af hlutnum og sagði þeim að ef þeir reyni að flýja áður en þessir sex mánuðir séu liðnir verði þeir skotnir á staðnum.

Fangarnir fá sem svarar til um 600.000 íslenskum krónum á mánuði ef þeir bjóða sig fram og fara til Úkraínu. Pútín hefur gefið út tilskipun um að hámarksaldur sjálfboðaliða í hernum megi nú vera 50 ár en hann var 40 ár áður.

Sumir sérfræðingar telja ekki útilokað að Prigozhin verði næsti varnarmálaráðherra enda hafi hann og Pútín verið nánir vinir í 30 ár. Þeir telja að það geti hentað Pútín vel að losa sig við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því með því geti hann varpað ábyrgðinni á slælegu gengi rússneska hersins yfir á hann og þar með létt ábyrgðinni af sjálfum sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“