fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hvað þarf til, til að Pútín verði steypt af stóli?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 05:53

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn hefur farið halloka í Úkraínu að undanförnu og hafa Úkraínumenn unnið góða sigra í Kharkiv og Kherson og náð stórum landsvæðum úr höndum Rússa. Á sama tíma vex andstaðan við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, í Rússlandi. Aðdáun rússneskra fjölmiðla, sem lúta stjórn yfirvalda, á stríðinu er farin að dvína og óánægjan er farin að skína í gegn á pólitíska sviðinu.

Fram að þessu hafa 65 sveitarstjórnarmenn í 30 hverfum og héruðum í Rússlandi, þar á meðal í Moskvu og St Pétursborg, skrifaði undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Pútín láti af embætti forseta. Ksenia Throstrom, leiðoti Semenovsky-hverfisins í St Pétursborg, skýrði frá þessu á Twitter á miðvikudaginn. Í yfirlýsingunni stendur meðal annars að aðgerðir Pútíns „séu skaðlegar fyrir Rússland og framtíð íbúa landsins“ og að pólitísk stefna Pútíns sé „algjörlega úrelt og komi í veg fyrir þróun Rússlands og mannauðs landsins“.

En hvað þarf til, til að Pútín verði steypt af stóli?

TV2 leitaði svara við því hjá tveimur sérfræðingum í rússneskum málefnum. Þeir bentu á nokkrar sviðsmyndir sem geti valdið Pútín alvarlegum vanda og jafnvel kostað hann forsetaembættið.

Fram kom í máli sérfræðinganna, sem eru Jakob Tolstrup, lektor í stjórnmálafræði við háskólann í Árósum, og Flemmings Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, að ein sviðsmyndin sé að rússneska elítan hætti að styðja Pútín. Til elítunnar teljast helstu ráðherrar Pútíns, öryggislögreglan FSB, Sameinað Rússland sem er flokkur Pútíns og leiðtogar hans, og herinn, lögreglan og einkum þjóðvarðliðið sem hefur það helsta hlutverk að gæta öryggis Pútíns.

Ef elítan fær nóg þá geta dagar Pútíns á forsetastóli verið taldir. Það sem getur orðið til þess að elítan fái nóg eru miklir efnahagsörðugleikar vegna refsiaðgerða Vesturlanda sem hafa komið illa við elítuna að sögn sérfræðinganna. Splidsboel benti á að hafa verði í huga að það sé langt frá hugsun til aðgerða því stjórnvöld fylgist náið með elítunni. „Þau eru öll hrædd við Pútín. Þau eru hrædd um að virðast ekki vera 110% trygg honum. Þess vegna berjast þeir, sem standa honum næst, nú um að sýna honum mesta stuðninginn,“ sagði Splidsboel.

Tolstrup tók í sama streng en benti á að tryggð geti fljótt snúist við: „Við sjáum ekki hversu óánægð þau eru, því þau taka þátt í leikriti, því þau hrósa forsetanum stöðugt – þar til þau hætta skyndilega að hrósa honum. Þau sýna honum ekki ótryggð fyrr en staðan er orðin þannig að Pútín stendur svo illa að vígi að þau geta ýtt honum frá völdum.“

Önnur sviðsmynd sem þeir bentu á er að af Rússar tapa stríðinu í Úkraínu geti það orðið til þess að Pútín hrökklist frá völdum. Ef Rússar haldi áfram að lúta í lægra haldi fyrir Úkraínumönnum á vígvellinum og missi Donbas og Krím í þeirra hendur geti Pútín átt erfitt með að halda elítunni og almenningi rólegum. Þetta verði svo mikill ósigur að ekki sé hægt að ímynda sér annað en að óánægja fólks myndi vaxa mjög mikið og stefna völdum Pútíns í hættu.

Þriðja sviðsmyndin sem þeir nefndu er að ef almenningur fer að mótmæla á götum úti geti það kostað Pútín völdin. Splidsboel sagði að tvennt væri verra fyrir Rússa en að missa Donbas, en innrásin var byggð á sögunni um að frelsa þyrfti Donbas, en það eru efnahagsleg áhrif stríðsins og mannfallið.

„Ef þeir missa Donbas geta stjórnvöld reynt að búa til eitthvað jákvætt í kringum það en að missa 55.000 hermenn á sex mánuðum getur orðið erfitt að útskýra,“ sagði hann og benti á að ef almenningur átti sig á hvað stríðið hefur kostað geti það orðið kveikjan að uppreisn almennings. Það þurfi þó að koma til mikilla fjöldamótmæla og margra ef þrýsta eigi á Pútín og stjórn hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar