Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn rússneska innrásarliðinu.
Einnig fá þeir nætursjónauka, jarðsprengjur, sprengjueyðingarbúnað og skotfæri að þessu sinni.
Einnig verður fé veitt til þjálfunar hermanna.
Með því að senda Himars-flugskeyti til Úkraínu gefa Bandaríkin lítið í aðvaranir Rússa um einmitt þetta. Þeir hafa sagt að ef Bandaríkin sendi Úkraínumönnum langdræg flugskeyti fari þeir yfir strikið og verði hluti af stríðinu.
Bandaríkin hafa fram að þessu eytt um 15 milljörðum dollara í aðstoð við Úkraínu.