fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 10:00

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma.

Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn rússneska innrásarliðinu.

Einnig fá þeir nætursjónauka, jarðsprengjur, sprengjueyðingarbúnað og skotfæri að þessu sinni.

Einnig verður fé veitt til þjálfunar hermanna.

Með því að senda Himars-flugskeyti til Úkraínu gefa Bandaríkin lítið í aðvaranir Rússa um einmitt þetta. Þeir hafa sagt að ef Bandaríkin sendi Úkraínumönnum langdræg flugskeyti fari þeir yfir strikið og verði hluti af stríðinu.

Bandaríkin hafa fram að þessu eytt um 15 milljörðum dollara í aðstoð við Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta