fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Segir að Pútín sé með ás uppi í erminni og geti snúið stöðunni í Úkraínu við

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 05:11

Nú segist Pútín reiðubúinn til að semja um vopnahlé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru í miklum vandræðum í Úkraínu eftir gagnsóknir Úkraínumanna síðustu daga. Hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta stór landsvæði sem Rússar höfðu hernumið. En Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, getur snúið taflinu við því hann er með ás uppi í erminni.

Þetta kemur fram í umfjöllun vg.no um málið. Segir miðillinn að Pútín eigi þann möguleika að hætta að kalla innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð“ og lýsa yfir stríði gegn Úkraínu. Ef hann gerir það getur hann tífaldað fjölda rússneskra hermanna í Úkraínu.

Þar sem Pútín og hans fólk kalla innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð“ hafa Rússar ekki úr eins miklu að spila hernaðarlega og ef stríði væri lýst yfir.

Vg segir að rússneski herinn sé með eina milljón hermanna í varaliði sínu og þá geti Pútín í raun sent til Úkraínu ef hann lýsir yfir stríði.

En Pútín hefur ekki viljað lýsa yfir stríði. Það myndi gera að verkum að byrjað verður að senda unga menn úr borgum landsins til Úkraínu og það myndi vekja meira umtal og jafnvel valda óróa í samfélaginu. Fram að þessu hefur uppistaðan í rússneska innrásarliðinu verið sótt til dreifðari byggða Rússlands og í minnihlutahópa.

Það yrði líka erfitt fyrir Pútín að þurfa að útskýra af hverju hann lýsi yfir stríði eftir fyrri yfirlýsingar hans og samstarfsfólks hans um að hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ gangi nákvæmlega eftir áætlun og markmiðum hersins verði náð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“